Fyrst að þessi aukning er tilkomin, þá skora ég hér með á Alnæmissamtökin að fara að standa sig í stykkinu og hætta að vera með re-active approach (fyrirgefið sletturnar) í stað fyrir að vera með pro-active approach.
Ég reyndi fyrir 2 árum síðan að skapa einhverja umræðu varðandi smit, hvað gerist eftir greiningu og áreitistreituröskun (post traumatic stress) sem einnig getur leitt til einangrunar, áfengis og vímuefnaneyslu og svo framvegis.
Jú, það var opnuð ný síða www.hiv-island.is en hverjir sitja þar í stjórn er ráðgáta ein, því ekkert hefur verið uppfært síðan 2008 hvað varðar stjórn félagsins, þó Aðalfundir virðast þó hafa átt sér stað.
Fyrri síðan þeirra www.aids.is stóð óhreyfð og er reyndar ennþá live, síðan 2004 (að mig minnir)
Íslendingar geta líka smitast erlendis, og við skulum ekki gleyma því, og þegar það gerist þá er jafnan gott að fá einhverjar upplýsingar á íslensku, en þá er eins og maður grípur í tómt loftið - OG EF þú gagnrýnir, já þá ertu persona non grata.
Kveðja frá Lundúnum
16 greindir með HIV smit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 25.10.2010 | 12:25 (breytt kl. 12:49) | Facebook
Athugasemdir
Flestir hinna smituðu eru útlendingar. Eru kannski smitaðir útlendingar að flytja hingað til að komast í skárra heilbrigðiskerfi? Ísland virðist ekki, öfugt við fjölmörg önnur lönd (ef ekki flest) krefjast neikvæðs AIDS prófs fyrir innflytjendur.
Hvumpinn, 25.10.2010 kl. 12:33
AIDS og HIV er ekki það sama.
Og mjög fá vestræn lönd eru með slíkar kröfur. Við skrifum 2010 í dag, ekki 1982.
Lifðu heill
Eldur Ísidór, 25.10.2010 kl. 12:38
Ísland krefst þess nú samt að fólk fari í próf. Konan mín, sem er langt frá því að vera frá landi þar sem HIV er stórt vandamál, hún var skikkuð í próf þegar við fluttumst hingað.
En það sem var kannski furðulegra er að ég var ekki látinn gangast undir HIV próf. Mér fundust það frekar furðuleg vinnubrögð, bæði er lykt af fordómum, en það sem verra er, fávisku, því af hverju ætti ég ekki að ganga undir það sama og konan mín, við deilum jú flest öllu sem hægt er að deila
Erlendur (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 13:32
Hvumpinn
Skil ekki svona samsæriskenningar - Heldurðu virkilega að fólk sé að flytjast milli landa til þess að fá "betri" heilbrigðisþjónustu .....
Ættir kannski að kynna þér regluverk sjúkratrygginga Íslands , það er ekkert bara hægt að flytja til Íslands sí svona og ganga beint inn í heilbrigðiskerfið.... Svo erum við nú fjarri því að vera með besta heilbrigðiskerfi í heimi.... Íslendingar sem hafa búið erlendis í ákveðin tíma(t.d í námi) geta ekki einu sinni gengið beint inn í sjúkratryggingakerfið, þurfa fyrst að starfa hér í 6 mánuði áður en það gerist.
Held að þú sért uppfullur af fordómum Hvumpinn -
Solla Bolla (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:04
Tala nú ekki um ef að þú ert utan EES - þá er nánast ómögulegt að flytjast hingað nema að þú giftir þig eða færð t.d tímabundið atvinnuleyfi vegna sérfræðiábyrgðar ....... Hefurðu ekki fylgst með umræðunni um Útlendingastofnun undanfarið....?
Solla Bolla (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.