Færsluflokkur: Dægurmál

ÞÁ ER MÁL FYRIR SUMA AÐ STANDA SIG Í STYKKINU!

Fyrst að þessi aukning er tilkomin, þá skora ég hér með á Alnæmissamtökin að fara að standa sig í stykkinu og hætta að vera með re-active approach (fyrirgefið sletturnar) í stað fyrir að vera með pro-active approach.
Ég reyndi fyrir 2 árum síðan að skapa einhverja umræðu varðandi smit, hvað gerist eftir greiningu og áreitistreituröskun (post traumatic stress) sem einnig getur leitt til einangrunar, áfengis og vímuefnaneyslu og svo framvegis.

Jú, það var opnuð ný síða www.hiv-island.is en hverjir sitja þar í stjórn er ráðgáta ein, því ekkert hefur verið uppfært síðan 2008 hvað varðar stjórn félagsins, þó Aðalfundir virðast þó hafa átt sér stað.

Fyrri síðan þeirra www.aids.is stóð óhreyfð og er reyndar ennþá live, síðan 2004 (að mig minnir)

Íslendingar geta líka smitast erlendis, og við skulum ekki gleyma því, og þegar það gerist þá er jafnan gott að fá einhverjar upplýsingar á íslensku, en þá er eins og maður grípur í tómt loftið - OG EF þú gagnrýnir, já þá ertu persona non grata.

Kveðja frá Lundúnum


mbl.is 16 greindir með HIV smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband